Staðurinn okkar

Gamla Kaffihúsið

Við viljum bjóða upp á rými þar sem fólk getur komið saman og notið þess að vera með hvort öðru. Við höfum ávallt neytendur í huga þegar kemur að matseðli okkar og verðum.

Skemmtilegir fróðleiksmolar:

- Frábær tilboð í hádeginu, þar sem réttur dagsins með súpu er á 1690 til1890 krónur alla virka daga frá 12:00 til 14:00

- Kökuhlaðborð alla sunnudaga frá 15:00 til 17:00.

- Nautasteik með bearnaisesósu á 2990 krónur.

Hér er allt gert fyrir hendi og leggjum við mikinn metnað í að baka og elda allt frá grunni. Þess vegna er alltaf eitthvað nýtt hjá okkur.

Tilboð í hádeginu

Við bjóðum alltaf upp á fjölbreytta rétti í hádeginu frá klukkan 12:00 til 14:00 

Þá er hægt að fá rétt dagsins ásamt súpu á 1690,- til 1890,- kr.

Kökuhlaðborð alla sunnudaga
           frá 15:00 til 17:00        

Fjölbreytt úrval 

"Verið ávallt glaðir"