Gamla Kaffihúsið var opnað 2015 þar sem áður hafði starfað bakarí og banki. Rýmið er einstaklega fallegt, opið og bjart og hentar einstaklega vel fyrir samkomur vina og vandamanna.

 

Tilboð:

Við erum alltaf með einhver tilboð í gangi hvort sem það er drykkir eða matur. Nautarsteikin okkar er í algjöru uppáhaldi en hún er borin fram með létt steiktu grænmeti, bakaðri kartöflu og bearnaisesósu. Verðin eru einnig afar lág í samanburði við aðra veitngarstaði á höfðuborgarsvæðinu. 

Matseðill og verð:

Við reynum að aðlaga matseðil okkar og verð að neytendum. Þannig ætti hver sem er að geta komið og notið þess að fá sér kaffi, köku eða steik. 

Sunnudagar:

Alla sunnudaga bjóðum við upp á kökuhlaðborð á 2000 krónur á mann. Hlaðborðið er opið frá 15:00 til 17:00 og er þar að finna heitan brauðrétt, fjölbreytt úrval af kökum og brauðtertum og uppáheltu kaffi.

Friðsælt umhverfi sem gefur og þiggur:

Skáparnir í salnum hjá okkur eru stútfullir af bókum og er viðskiptarvinum okkar velkomið að koma og taka bækur sér til lesturs. 

Fjöldskyldufyrirtæki