top of page
gaman úti.jpg

Fögnum

Gerum daginn skemmtilegan og leikum, dönsum, syngjum og föndrum og höldum gleðinni gangandi. Við komum til með að vera með rafræna skemmtun fyrir fólk á öllum aldri til þess að halda daginn hátíðlegan.

Field of Flowers

Hverjir standa fyrir viðburðinum?

Við erum fimm nemar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Allar erum við í list-og verkgreinum og vildum leggja okkar af mörkum við Barnamenningarhátíð Reykjavíkur 2021. Þú getur lesið meira um okkur hér fyrir neðan.

62212449_10156483825321279_5782662843992

Kristín Ísabella Karlsdóttir

Leiklistarkennara-nemi

Hjá mér getur þú fundið hið fullkomna danspartý fyrir þig og þína. Við dönsum saman og hristum líkama og sál. Einnig er að finna fjölda leikja sem hægt er að prófa inni sem og úti

Ólöf Hannesdóttir

Myndmenntarkennari og nemi

Finnst þér gaman að teikna og búa til eitthvað fallegt og skemmtilegt? Hjá mér getur þú fræðst um farfugla og búið til fugla sjálf/ur úr hinu og þessu sem þú finnur heima hjá þér.

Do you enjoy drawing and making something nice and fun? I can tell you a few things about migratory birds in Iceland and you can also use all kinds of things you find in your home to make birds.

IMG_2734.JPG
13528640_10153550010942854_1377214499422

Íris Olga Lúðvíksdóttir

Kennari og nemi

Hvaðan kemur þessi Sumardagur fyrsti? Af hverju höldum við á Íslandi upp á hann í apríl? Hér er smá fróðleikur um þennan sérstaka dag.

IMG_8142_edited.jpg

Hjördís Rós Egilsdóttir

Tónmenntakennari og nemi

Hjördis elskar að heyra ykkur syngja og langar að fá eins margar raddir og hún getur og búa til fjarfjöldasöng.

Berglind Kjartansdóttir

Smíðakennari og nemi

Finnst ykkur gaman að smíða? Berglind mun kenna ykkur að smíða einföld leikföng og skraut. Tilvalið fyrir alla fjölskyldumeðlimi að hjálpast að, hafa gaman og skapa saman.

Do you like to build? Berglind will teach you how to make simple toys and decoration. Ideal for all family members to enjoy, have fun and create together
 

inCollage_20210207_105006808.jpg
banner-is-2021.png

Nemendur við Háskóla Íslands

Taka þátt í Barnamenningarhátíð Reykjavíkur

Barnamenningarhátið 2021 fer fram dagana 20. - 25. apríl næstkomandi.
Markmið Barnamenningarhátíðar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni í borginni. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er lykilatriði og lögð er áhersla á menningu barna, með börnum og fyrir börn. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í skólum, frístundamiðstöðvum, lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Aðgengi að öllum viðburðum skal vera ókeypis. Barnamenningarhátíð tekur mið af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar en þar segir að menning og listir eru snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Börn og fjölskyldur þeirra eru virkir þátttakendur í menningarlífinu og framlag barna til menningar skal metið að verðleikum.

bottom of page